Sįlfręšižjónustan Blęr, Heilsugęslustöinni Borgarnesi, s. 432 1430
Forsíða

Reiðistjórnun - ART

Sįlfręšižjónustan Blęr er með námskeið sem ætti að gagnast kennurum og öðrum sem vinna með unglinga. Foreldrar gætu einnig nýtt sér þessa fræðslu, þó það sé ekki beint langt þannig upp. Við viljum benda þeim sem áhuga hefðu á að innleiða þessa tækni inn í skóla eða stofnun sína að hafa samband við okkur.

Við trúum því að börnin okkar séu það verðmætasta sem við eigum. Við trúum því að börn og unglingar séu í grunninn góð og eigi alla möguleika á að þroskast og breytast að vild. Sum börn og unglingar hafa aftur á móti tileinkað sér slæma hegðun, eða óheppilega vana, sumir jafnvel orðið háðir vanabindandi efnum. Þessir einstaklingar hafa valið illa, kannski fengið litla leiðsögn eða látið leiðast út í eitthvað án þess að vera meðvituð um afleiðingarnar. Þessir unglingar þurfa hjálp. Þar sem börn og unglingar eru á því skeiði lífsins þegar mestar breytingar eiga sér stað skiptir miklu að kenna þeim það sem við teljum mikilvægt að þau kunni til að ráða við framtíðina. Kröfur samfélagsins eru alltaf að aukast, en að sama skapi höfum við ekki fylgt þróuninni hvað varðar að kenna hvernig eigi að komast af í þessu síbreytilega umhverfi. Samskipti lærast ekki í gegnum tölvur eða tölvuleiki. Samskipti lærast með æfingu. Samskipti lærast með því að skoða og taka þátt í hinu daglega lífi. Læra að leysa vandamál, takast á við ágreining, vonbrigði og sorg er eitthvað sem við þurfum að læra og því fyrr því betra.

Við trúum því að hægt sé að auka til muna gæði þeirrar kennslu sem börn og unglingar fá hvað varðar félagslega færni. Við vitum að það er hægt að kenna börnum að stjórna tilfinningum sínum og bregðast við á jákvæðan hátt við erfiðu áreiti. Það er trú okkar að all flestir foreldrar eigi sér draum um að börnum þeirra muni vegna vel og ná langt í framtíðinni. Við trúum því að foreldrar vilji vel og séu undir niðri tilbúnir að leggja mikið á sig til að tryggja velferð barna sinna. Því virðist okkur sem það stangist talsvert á við þessa löngun foreldra að reyndin virðist vera sú á Íslandi að hægt sé að ala börn upp án þess að koma nálægt þeim eða eyða tíma með þeim.

Samfélagið allt þarf að taka höndum saman og endurskoða veðmætamat sitt. Við erum með óeðlilega mikla áherslu á peninga á meðan uppeldi og velferð fjölskyldunnar á öðrum sviðum má bíða. Vellíðan fjölskyldunnar og velferð ætti að vera ofar öllum öðrum markmiðum. Peningar eru ágætir til síns brúks en ef við gleymum að hlúa að börnunum okkar; kenna þeim góða siði og hvernig takast á við verkefni lífsins þá eru peningar lítils virði. Við kaupum ekki hamingju, við kaupum ekki ást eða velferð. Það er ekki hægt að kaupa góð samskipti fyrir börnin okkar. Við verðum að kenna þeim grundvallargildi lífsins með því að vera með þeim, ræða við þau og sinna þörfum þeirra.

Reiði og árásahneigð barna og unglinga virðist vera vaxandi vandamál í heiminum í dag. Reiðistjórnun (ART) er aðferð sem byggir á margþættu inngripi, með það að markmiði að minnka árásarhneigð og andfélagslega hegðun og gefa þess í stað val um að einstaklingurinn tileinka sér félagsfærni sem leiði til jákvæðrar niðurstöðu fyrir bæði einstaklinginn sjálfan og umhverfi hans. ART hefur verið kennst viða um heim allt frá árinu 1987. ART er tíu vikna prógram sem byggir á virkri þátttöku unglinganna. Þau koma þrisvar í viku í eina klukkustund hvert skipti. Unglingurinn fær ákveðin tæki til að æfa sig í að leysa vandamál, taka ákvarðanir, æfa jákvæð samskipti og félagslega færni sína.

 • ART byggir á þremur þáttum:
  1. Félagsfærniþjálfun(æfa ákv. hegðunarmynstur)
  2. Reiðistjórnun(æfa sig í að ná tökum á tilfinningalegum þáttum)
  3. Siðferðilegri meðvitund (æfa sig í að taka afstöðu til gilda samfélagsins)

  Félagsfærniþjálfun – Kennsla í samskiptafærni. Röð færniþátta tekinn fyrir þar sem einstaklingurinn tekst á við mismunandi aðstæður og áreiti. Dæmi um færniþátt er t.d. að bera fram kvörtun, biðjast afsökunar, að skilja tilfinningar annarra... halda sig frá áflogum o.s.frv. Hver og einn mun taka þátt í hlutverkaleik og æfa færnina undir leiðsögn og örvun annarra þátttakenda.

 • Reiðistjórnun – Kennslan snýst fyrst og fremst um að kenna unglingnum að ná sjálfsstjórn. Að unglingurinn sjálfur nái að ráða við reiði sína. Kennd er tækni til að minnka reiðiviðbrögð og hvernig hægt er að ráða við reiði í mismunandi aðstæðum. Notaður er hlutverkaleikur og virk þátttaka þar sem erfiðar aðstæður eru skoðaðar og leiknar. Markmiðið er að auka reiðistjórnun þátttakenda með jákvæðum aðferðum. Þetta gefur þátttakendum möguleika á að velja milli mismunandi viðbragða við reiði.

 • Moral Reasoning – Siðferðileg meðvitund – Í hverri viku eru nokkur vandamál sett upp og þátttakendur þurfa að glíma við siðferðilegar spurningar sem reyna á og örva sýn þeirra á réttu og röngu. Sett eru upp dæmi þar sem einstaklingurinn lendir í togstreytu og þarf að velja. Markmiðið er að örva hugsun og sýna fram á valmöguleika okkar til að bregðast við á þroskaðan og jákvæðan máta. Hópumræða þar sem mismunandi sjónarmið eru skoðuð gefa þátttakendum færi á að auka við sýn sína og valmöguleika varðandi viðbrögð.
 • Inga Stefánsdóttir og Sigurður Ragnarsson, sálfræðingar eru leiðbeinendur.

 

 

Sálfræðingar
Námskeið
Meðferð
Fręsla
 
Tenglar
Sįlfręšižjónustan Blęr
Sįlfręšižjónustan Blęr ehf. Steinahlíð, 311 Borgarnes, s. 435 1530, 861 3260, 893 3260, netf. blaer@salfradi.is